|
|
Stjórn og skipulag
Nefndin
Inga Vestmann
Hólmgeir Karlsson
Sr. Svavar Alfreð Jónsson
Ásthildur Sturludóttir
Samþykktir
|
Vinir Akureyrarkirkju, félag um endurbætur og viðhald Akureyrarkirkju
1. Heiti Heimili og varnarþing
1.1 Heiti félagsins er
Vinir Akureyrarkirkju, félag um endurbætur og viðhald Akureyrarkirkju (hér eftir nefnt félagið).
1.2 Heimili og varnarþing félagsins er á Akureyri.
2. Tilgangur og markmið
2.1. Tilgangur félagsins er að styðja við endurbætur og viðhald Akureyrarkirkju, á grunni 15 ára áætlunar sem safnaðarstjórn hefur samþykkt.
2.2. Félagið vinnur að þessu markmiði með eftirfarandi hætti:
- Öflun fjár til viðhalds og endurbóta í samræmi við áætlun safnaðarstjórnar.
- Vitundarvakningu um sögu og menningarlegt gildi Akureyrarkirkju.
- Samvinnu við safnaðarstjórn og aðra hagsmunaaðila.
2.3. Félagið er almannaheillafélag sem starfar án hagnaðarsjónarmiða, í samræmi við lög og reglur um slík félög.
2.4. Félagið mun lúta sérstökum reglum varðandi skattalega skráningu og tryggja að allar tekjur og eignir renni einungis til að ná markmiðum þess.
3. Aðild að félaginu
3.1. Allir sem styðja tilgang félagsins geta gerst félagar.
3.2. Umsóknir um aðild skulu berast stjórn félagsins.
3.3. Félagsmönnum er heimilt að segja sig úr félaginu með skriflegri tilkynningu.
4. Stjórn félagsins
4.1. Stjórn félagsins skal skipuð fimm aðalmönnum og tveimur varamönnum, kosnum til tveggja ára í senn.
4.2. Stjórnin skiptir með sér hlutverkum og skipar formann, gjaldkera og ritara.
4.3. Stjórnin ber ábyrgð á starfsemi og fjármálum félagsins.
4.4. Stjórnin skal tryggja að félagið uppfylli skilyrði fyrir skráningu sem almannaheillafélag og fylgi lögum um slík félög.
5. Aðalfundur
5.1. Aðalfundur skal haldinn árlega fyrir lok aprílmánaðar.
5.2. Dagskrá aðalfundar skal innihalda m.a.:
- Skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins.
- Fjárhagsyfirlit og reikninga félagsins.
- Kosningu stjórnar.
- Önnur mál.
5.3. Boðun til aðalfundar skal senda á félagsmenn með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara eða
6. Fjármál og eignir
6.1. Tekjur félagsins eru framlög, styrkir og önnur öflun fjár.
6.2. Félagið skal halda skýrum reikningum, og skulu þeir kynntir á aðalfundi.
6.3. Enginn einstaklingur má hagnast persónulega af starfsemi félagsins.
6.4. Félagið skal fylgja skilyrðum fyrir skattalega skráningu almannaheillafélaga, þar á meðal varðandi bókhald og skattskil.
7. Breytingar á samþykktum og slit félagsins
7.1. Breytingar á samþykktum krefjast tveggja þriðju meirihluta atkvæða á aðalfundi.
7.2. Verði félagið lagt niður, skulu eignir þess renna til verkefna sem tengjast viðhaldi Akureyrarkirkju eða sambærilegra almannaheillaverkefna.