|

|

Framkvæmdaáætlun og kostnaðarmat

15.ára áætlun um viðhald

Árið 2040 verður Akureyrarkirkja 100 ára

Kirkjan verður 100 ára árið 2040 og þarf að vera í sínu besta standi fyrir næstu 100 ár. Fjármagn er nauðsynlegt fyrir kostnaðarsamt viðhald og endurbætur.

Áætlun 2026

Viðhald á orgelinu

Viðhald á pípuorgeli er sérstakt handverk sem krefst mikillar nákvæmni og reynslu. Orgelið í Akureyrarkirkju er samsett úr þúsundum einstakra hluta sem vinna saman, og reglulegt viðhald er nauðsynlegt til að tryggja fullkominn hljómburð og áreiðanleika.

Kostnaðaráætlun á viðhaldsþörf á Akureyrarkirkju áætlaður í milljónum króna

Viðgerð a þaki á safnaðarheimili, dúkur og einangrun

85

Viðgerð á orgeli, stilling og hreinsun

50

Endurnýjun á kikjugólfi, 252 m2 auk breytingu á lögnum og lofti

80

Utanhúsklæðning á austurvegg Safnaðarheimilis og gler

60

Endurnýja hellulagnir vestan megin (bílastæði og innkeyrsla)

45

Breytt lýsing utandyra á kirkjunni (skv nýrri hönnun) 

--

Málun, Safnaðarheimili og í kirkjunni auk annars viðhalds

25

Endurnýjun á lýsingu innandyra, breyta gömlu ljósum í LED

4

Samtals kostnaðaráætlun í milljónum króna

429

Viðgerð á þaki Safnaðarheimilis er hér inni, en sú framkvæmd kláraðist haustið 2025. Kostnaður Sóknarnefndar af þeirri framkvæmd var að stæðstum hluta fjármagnaður með framkvæmdaláni.